Röng umræða um fjölmiðla 8. desember 2009 06:00 Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun