Björgvin Björgvinsson frá Dalvík varð í dag Íslandsmeistari í stórsvigi karla á Skíðamóti Íslands sem fer fram í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Björgvin náði bestu samanlögðum tíma, 1:57,44 mínútum, og var rúmri sekúndu á undan Sigurgeiri Halldórssyni frá Akureyri. Jón Viðar Halldórsson, Akureyri, varð þriðji.