Grunnurinn gleymist Jón Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun