Hrollvekjandi tölur að koma um hagvöxtinn í Kína 21. janúar 2009 16:36 Tölulegar upplýsingar um landsframleiðslu Kína á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verða birtar á morgun. Greinendur og sérfræðingar segja að þessar tölur muni verða hrollvekjandi fyrir efnahagskerfi heimsins því reiknað er með að hagvöxtur Kína á þessu tímabili hafi í besta falli verið í kringum núllið. Kína er aflvélin sem keyrt hefur efnahag heimsins áfram á síðustu árum. Kína tók nýlega þriðja sætið af Þýskalandi á listanum yfir stærsta efnahag þjóða. Þar á bæ eru menn vanir að mæla hagvöxt ársins í tveggja stafa tölu. Ef aflvélin er farin að hiksta má eiga von á að kreppan í heiminum dýpki ennfrekar en orðið er. Olav Chen sérfræðingur hjá Storebrand segir í samtali við vefsíðuna E24.no að hann telji að hagvöxturinn í Kína verði í kringum núllið á fjórða ársfjórðung en það þýðir að hagvöxturinn í heild á árinu öllu nemi um 9%. Sú tala er sú lægst sem Kínverjar hafa séð í tæp tuttugu ár. Greinendur og sérfræðingar hjá Morgan Stanley, Goldman Sachs Asia og Oxford Economics eru ekki jafn bjartsýnir á Chen. Samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni telja þeir að hagvöxtur síðasta árs í Kína hafi numið um 6%. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tölulegar upplýsingar um landsframleiðslu Kína á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verða birtar á morgun. Greinendur og sérfræðingar segja að þessar tölur muni verða hrollvekjandi fyrir efnahagskerfi heimsins því reiknað er með að hagvöxtur Kína á þessu tímabili hafi í besta falli verið í kringum núllið. Kína er aflvélin sem keyrt hefur efnahag heimsins áfram á síðustu árum. Kína tók nýlega þriðja sætið af Þýskalandi á listanum yfir stærsta efnahag þjóða. Þar á bæ eru menn vanir að mæla hagvöxt ársins í tveggja stafa tölu. Ef aflvélin er farin að hiksta má eiga von á að kreppan í heiminum dýpki ennfrekar en orðið er. Olav Chen sérfræðingur hjá Storebrand segir í samtali við vefsíðuna E24.no að hann telji að hagvöxturinn í Kína verði í kringum núllið á fjórða ársfjórðung en það þýðir að hagvöxturinn í heild á árinu öllu nemi um 9%. Sú tala er sú lægst sem Kínverjar hafa séð í tæp tuttugu ár. Greinendur og sérfræðingar hjá Morgan Stanley, Goldman Sachs Asia og Oxford Economics eru ekki jafn bjartsýnir á Chen. Samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni telja þeir að hagvöxtur síðasta árs í Kína hafi numið um 6%.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira