Dönsku rokkararnir klikkuðu hvergi 27. janúar 2009 04:30 D-A-D. Sveitin var óborganlega fyndin og þrælþétt á tónleikum á Nasa um helgina. Fréttablaðið/Anton Dönsku rokkararnir í D-A-D voru trúir sjálfum sér og héldu kraftmikla og vel heppnaða tónleika á Nasa á laugardagskvöld síðasta. Einkum fór bassaleikarinn á kostum á sínum tveggja strengja bassa, ber að ofan uppi á hátalarastæðum og bassatrommu, í níðþröngum buxum með áletrunina „nasty“ á rassinum – sem hann var ekki að fela fyrir hljómleikagestum. Upp í hugann kom óhjákvæmilega „mockumentary“, myndin um Spinal Tap, og gestir voru vel með á nótunum. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hafði milligöngu um tónleikahaldið í samstarfi við dönsku samtökin Because We Care sem hefur það að markmiði að koma bágstöddum Íslendingum í Danmörku til hjálpar. Grímur er ánægður með hvernig til tókst. Fullt hús var og áhorfendur skemmtu sér hið besta. „Þeir koma hingað og fá enga peninga fyrir það. Í sjálfu sér skiptir söfnunin sem slík, hvað varðar tónleikana, ekki meginmáli í krónum og aurum talið,” segir Grímur og vísar til þess að íslenska krónan vegi ekki mikið úti í Danmörku. Hátt í fimm hundruð miðar seldust og reikningsdæmið lítur þannig út að eftir standa um 30 þúsund danskar. „Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að TV2 fylgdi tónleikunum vel eftir og binda má vonir við að það leiði til þess að söfnun í Danmörku muni ganga enn betur,“ segir Grímur. Samtökin Because We Care hafa nú þegar safnað hátt í tíu milljónum íslenskra króna sem hafa runnið til íslenskra námsmanna og ellilífeyrisþega sem búsettir eru í Danmörku. D-A-D vinnur nú að myndbandi sem tekið er upp hér á landi og er kvikmyndafyrirtækið True North þeim innanhandar með það. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Dönsku rokkararnir í D-A-D voru trúir sjálfum sér og héldu kraftmikla og vel heppnaða tónleika á Nasa á laugardagskvöld síðasta. Einkum fór bassaleikarinn á kostum á sínum tveggja strengja bassa, ber að ofan uppi á hátalarastæðum og bassatrommu, í níðþröngum buxum með áletrunina „nasty“ á rassinum – sem hann var ekki að fela fyrir hljómleikagestum. Upp í hugann kom óhjákvæmilega „mockumentary“, myndin um Spinal Tap, og gestir voru vel með á nótunum. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hafði milligöngu um tónleikahaldið í samstarfi við dönsku samtökin Because We Care sem hefur það að markmiði að koma bágstöddum Íslendingum í Danmörku til hjálpar. Grímur er ánægður með hvernig til tókst. Fullt hús var og áhorfendur skemmtu sér hið besta. „Þeir koma hingað og fá enga peninga fyrir það. Í sjálfu sér skiptir söfnunin sem slík, hvað varðar tónleikana, ekki meginmáli í krónum og aurum talið,” segir Grímur og vísar til þess að íslenska krónan vegi ekki mikið úti í Danmörku. Hátt í fimm hundruð miðar seldust og reikningsdæmið lítur þannig út að eftir standa um 30 þúsund danskar. „Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að TV2 fylgdi tónleikunum vel eftir og binda má vonir við að það leiði til þess að söfnun í Danmörku muni ganga enn betur,“ segir Grímur. Samtökin Because We Care hafa nú þegar safnað hátt í tíu milljónum íslenskra króna sem hafa runnið til íslenskra námsmanna og ellilífeyrisþega sem búsettir eru í Danmörku. D-A-D vinnur nú að myndbandi sem tekið er upp hér á landi og er kvikmyndafyrirtækið True North þeim innanhandar með það.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira