Juventus vann mikilvægan 1-0 sigur á Napoli í ítalska boltanum í kvöld. Það var Claudio Marchisio sem skoraði eina mark leiksins.
Juve heldur því enn í vonina um að ná Inter sem trónir á toppi deildarinnar. Juve er í öðru sæti, sex stigum á eftir Inter en hefur leikið einum leik meira.
Þá vann Lazio 2-0 sigur á Bologna með mörku frá Mauro Zárate.
Lazio í sjöunda sæti en Bologna því sautjánda. Á botninum situr sem fyrr lið Emils Hallfreðssonar, Reggina.