Ótrúlegur sigur Pittsburgh Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2009 03:14 Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni. Erlendar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Sjá meira
Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni.
Erlendar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Sjá meira