Fótbolti

Burdisso gengur til liðs við Roma á lánssamning

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nicolas Burdisso.
Nicolas Burdisso. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Nicolas Burdisso hjá Inter hefur ekki átt fast sæti í Mílanóborgarliðinu eftir að knattspyrnustjórinn José Mourinho tók við félaginu og er nú búinn að samþykkja að fara til Roma á lánssamningi út yfirstandandi keppnistímabil á ítalíu.

„Þetta er allt klappað og klárt. Ég er leikmaður Roma og er byrjaður að pakka niður í töskur," segir Burdisso í samtali við útvarpsstöðina Radio Radio.

Sögusagnir voru á kreiki um að Burdisso yrði notaður sem skiptimynt til þess að fá annað hvort Ricardo Carvalho eða Deco frá Chelsea en það nær ekki lengra núna þar sem hinn 28 ára gamli heldur nú til Rómar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×