Innlent

Mátti ekki kalla Agnesi „gagghænu“

Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon talsmaður lýðræðishreyfingarinnar segist ekki hafa mátt kalla Agnesi Bragadóttur blaðamann Morgunblaðsins „gagghænu" í aðsendri grein sem birtist í blaðinu á morgun. Ritstjóri Morgunblaðsins bað hann um að taka orðið út sem hann féllst á. Þetta kom fram í viðtali sem Ástþór var í mbl.is hjá þeim Agnesi og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Agnes sagði Ástþór vera dóna.

Ástþór segir að á morgun birtist svargrein hans við pistli Agnesar frá því um helgina þar sem hún ræddi meðal annars um liltu framboðin.

Viðtalið sem stóð í rúmar tuttugu mínútur var ansi fróðlegt og var meðal annars rætt um veru Ásgeirs Davíðssonar, Geira Goldfinger, á lista hreyfingarinnar. Ástþór sagði fínt að fá Geira á lista enda væri hann baráttumaður og sterkur frambjóðandi. Hann sagði hreyfinguna opna öllum.

Ástþór sagðist nokkuð vongóður um að komast á þing í kosningunum á laugardaginn og hann ætlaði að taka til. Hann væri til í stutt kjörtímabil þar sem hann gæti tekið þátt í að byggja upp nýtt Ísland.

Eftir rimmu þeirra Agnesar tókust þau svo í hendur í miðju viðtali og skyldu sátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×