Hvalveiðar gegn atvinnuleysi Einar K. Guðfinnsson skrifar 19. mars 2009 00:01 Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun