Akureyri er 13-12 yfir gegn Stjörnunni norðan heiða en liðin eigast við í N1- deild karla í kvöld.
Jafnræði var með liðunum í upphafi áður en Akureyri náði frumkvæðinu. Liðið náði mest fimm marka forystu en Stjörnumenn börðust vel og minnkuðu muninn jafnt og þétt, alveg niður í eitt mark.
Hörður Flóki Ólafsson hefur varið vel í marki Akureyrar, tólf skot, en Árni Þór Sigtryggsson og Jónatan Magnússon eru markahæstir með þrjú mörk.
Hjá Stjörnunni var Roland Eradze lengi í gang en hefur varið ágætlega og Guðmundur Guðmundsson er markahæstur með þrjú mörk.
