Ísland mun sigrast á erfiðleikum sínum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 14. ágúst 2009 06:00 Smátt og smátt koma afleiðingar banka- og fjármálahrunsins betur í ljós. Ríkisreikningur ársins 2008 segir í raun flest sem segja þarf um höggið sem ríkissjóður tekur á sig vegna þess. Hann sýnir algjöran viðsnúning í rekstri ríkissjóðs, úr 89 milljarða króna tekjuafgangi á árinu á undan í 216 milljarða króna halla. Aðrar tölur tala líka sínu máli, svo sem þær sem sýna gríðarlega skuldaukningu hins opinbera og þunga skuldabyrði þjóðarbúsins í heild. Samfélagið allt hefur orðið fyrir miklu tjóni og verður nú að axla miklar skuldabyrðar vegna fjölþættra mistaka sem gerð voru hér á landi, einkum frá því upp úr aldamótum og jafnvel fram yfir bankahrunið. Það er sá raunveruleiki sem við þurfum nú öll að horfast í augu við. Um leið er mikilvægt að tapa ekki trúnni á framtíðina því íslenskt samfélag hefur alla burði til þess að sigrast erfiðleikunum þó miklir séu og í mínum huga er aðeins eitt orð sem ekki má heyrast, það er uppgjöf. Með samstöðu getum við farið í gegnum erfiðleikana og komið íslensku samfélagi á braut uppbyggingar og framfararsóknar. Mikið hefur áunnistTil einföldunar má skipta undanförnum mánuðum, misserum og árum upp í fjögur tímabil: 1) aðdraganda hrunsins, segjum frá og með árinu 2002 þegar bankarnir voru einkavæddir og til og með októberbyrjunar 2008. 2)Tímabil áfallsins sem kom í kjölfarið og lýkur með stjórnarskiptum 1. febrúar 2009. 3)Millibilsástandið sem minnihlutastjórnin glímdi við og fól í sér fjölþættar stuðningsaðgerðir til þess að verja samfélagið og búa sem best undir kosningar í lok apríl. 4) Að lokum er það tímabil beinna aðgerða og endurreisnar frá og með stjórnarskiptum í maí. Á þeim tíma hefur margt áunnist og er ástæða til að staldra við nokkur atriði: - Víðtækar tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerðir upp á samtals liðlega 20 milljarða króna til að aðlaga rekstur ríkissjóðs að gjörbreyttum veruleika strax í maí og júní. Í júní var kynnt áætlun um jöfnuð í rekstri ríkissjóðs á árunum 2009 til 2013 og skýrsla lögð fyrir Alþingi ásamt áætlun um tekjuöflun og sparnað fyrir árið 2010 og ramma fyrir árin þar á eftir. - Gerð stöðugleikasáttmála sem er mikilvægur til að tryggja samhæft framlag ríkisins, sveitarfélaganna, aðila vinnumarkaðarins, Bændasamtakanna og fleiri til endurreisnarstarfsins. - Samningar íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld í byrjun júní leiddu Icesave-deiluna til lykta á þann hátt sem Alþingi fól framkvæmdarvaldinu í desember. Alþingi er nú með þetta erfiða mál til umfjöllunar. - Gengið var frá samningum við Norðurlöndin fjögur í byrjun júlí um gjaldeyrislán til þess að byggja upp gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. - Tímamótaárangur náðist með samkomulagi stjórnvalda við skilanefndir gömlu bankanna þriggja sem kynnt var 20. júlí. Einnig er unnið að endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. - Í lok júlí höfðu stjórnvöld uppfyllt öll skilyrði sem sneru að fyrstu endurskoðun stjórnar AGS á áætluninni. Þrátt fyrir það ákvað AGS að fresta endurskoðuninni og voru það vonbrigði, en öllum má vera ljóst að Icesave-málið var meginorsök frestunarinnar. - Ríkisstjórnin hefur ítrekað aukið fjárframlög til embættis sérstaks saksóknara og rannsóknar hans. Þá hafa aðgerðir á vegum skattayfirvalda verðið efldar, m.a. með frumvarpi um heimild til skattrannsóknarstjóra til að kyrrsetja eignir. - Helstu eftirlitsstofnanir fjármálakerfisins, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, hafa fengið nýja yfirstjórn og þær verið efldar. Fjölmargt annað, sem of langt mál væri að telja upp, hefur verið gert og þar má nefna mótun eigendastefnu og ákvörðun um fyrirkomulag eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum, stofnun bankasýslu- og eignarumsýslufélags. Skuldir og lífskjörÞegar fjallað er um þau vandamál sem við tökumst nú á við er mikilvægt að það sé gert á málefnalegan og upplýstan hátt. Hafa þarf í huga að Ísland er ríkt og þróað samfélag með öfluga innviði og gott mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki má heldur gleyma að við eigum öflugt lífeyrissjóðakerfi og að eignir lífeyrissjóðanna eru þrátt fyrir áfall vegna bankahrunsins svipaðar eða hærri á mann en olíusjóður Norðmanna er í Noregi. Þá er gert ráð fyrir að þjóðartekjur á mann verði innan fárra ára aftur með þeim mestu í heiminum. Samanburður við fátæk þriðjaheimsríki er því óraunhæfur og fráleitur. Í þeim erfiðleikum sem steðja að heimilum í landinu er einnig mikilvægt að halda því til haga að eitt meginverkefna stjórnvalda og nýju bankanna er að tryggja að fólk geti haldið húsnæði sínu og lífvænleg fyrirtæki verði áfram í rekstri. Vísbendingar eru uppi um að samdráttur landsframleiðslu verði ívið minni en spáð var og atvinnuleysisþróun, ef eitthvað er, heldur hagstæðari. Þá er spáð um 2-3% hagvexti á ári næstu árin. Einnig má ekki gleyma okkar sterku útflutningsgreinum: sjávarútvegi, sífellt vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun, orkuiðnaði o.fl. sem njóta nú góðs af gengi krónunnar. Á þessum sviðum og fleirum eru gríðarleg tækifæri og oft er það þannig að þegar kreppir að kvikna framsæknar hugmyndir. Seðlabankinn áætlar að heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis muni nema um tvöfaldri landsframleiðslu í lok þessar árs. Þó ber að hafa í huga að umtalverðar eignir standa þar á móti og því er hreina skuldastaðan langt frá því að vera jafn slæm og þessar tölur gætu gefið til kynna, eða um 85% af landsframleiðslu. Ef einungis eru teknar eignir og skuldir ríkissjóðs fyrir árið 2009 eru hreinar skuldir um 40% af landframleiðslu og er gert ráð fyrir að þær muni lækka jafnt og þétt. Í greinargerðum sem fjármálaráðuneytið, Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskólans hafa kynnt að undanförnu í tengslum við Icesave-málið kemur fram, jafnvel þó þróunin verði óhagstæðari en spáð er, að við höfum alla burði til þess að komast í gegnum erfiðleikana. Þegar tekið er mið af þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum mánuðum og þeim möguleikum sem við höfum er engin ástæða til þess að ætla annað en að Ísland muni sigrast á erfiðleikum sínum og saman mun okkur takast það. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Smátt og smátt koma afleiðingar banka- og fjármálahrunsins betur í ljós. Ríkisreikningur ársins 2008 segir í raun flest sem segja þarf um höggið sem ríkissjóður tekur á sig vegna þess. Hann sýnir algjöran viðsnúning í rekstri ríkissjóðs, úr 89 milljarða króna tekjuafgangi á árinu á undan í 216 milljarða króna halla. Aðrar tölur tala líka sínu máli, svo sem þær sem sýna gríðarlega skuldaukningu hins opinbera og þunga skuldabyrði þjóðarbúsins í heild. Samfélagið allt hefur orðið fyrir miklu tjóni og verður nú að axla miklar skuldabyrðar vegna fjölþættra mistaka sem gerð voru hér á landi, einkum frá því upp úr aldamótum og jafnvel fram yfir bankahrunið. Það er sá raunveruleiki sem við þurfum nú öll að horfast í augu við. Um leið er mikilvægt að tapa ekki trúnni á framtíðina því íslenskt samfélag hefur alla burði til þess að sigrast erfiðleikunum þó miklir séu og í mínum huga er aðeins eitt orð sem ekki má heyrast, það er uppgjöf. Með samstöðu getum við farið í gegnum erfiðleikana og komið íslensku samfélagi á braut uppbyggingar og framfararsóknar. Mikið hefur áunnistTil einföldunar má skipta undanförnum mánuðum, misserum og árum upp í fjögur tímabil: 1) aðdraganda hrunsins, segjum frá og með árinu 2002 þegar bankarnir voru einkavæddir og til og með októberbyrjunar 2008. 2)Tímabil áfallsins sem kom í kjölfarið og lýkur með stjórnarskiptum 1. febrúar 2009. 3)Millibilsástandið sem minnihlutastjórnin glímdi við og fól í sér fjölþættar stuðningsaðgerðir til þess að verja samfélagið og búa sem best undir kosningar í lok apríl. 4) Að lokum er það tímabil beinna aðgerða og endurreisnar frá og með stjórnarskiptum í maí. Á þeim tíma hefur margt áunnist og er ástæða til að staldra við nokkur atriði: - Víðtækar tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerðir upp á samtals liðlega 20 milljarða króna til að aðlaga rekstur ríkissjóðs að gjörbreyttum veruleika strax í maí og júní. Í júní var kynnt áætlun um jöfnuð í rekstri ríkissjóðs á árunum 2009 til 2013 og skýrsla lögð fyrir Alþingi ásamt áætlun um tekjuöflun og sparnað fyrir árið 2010 og ramma fyrir árin þar á eftir. - Gerð stöðugleikasáttmála sem er mikilvægur til að tryggja samhæft framlag ríkisins, sveitarfélaganna, aðila vinnumarkaðarins, Bændasamtakanna og fleiri til endurreisnarstarfsins. - Samningar íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld í byrjun júní leiddu Icesave-deiluna til lykta á þann hátt sem Alþingi fól framkvæmdarvaldinu í desember. Alþingi er nú með þetta erfiða mál til umfjöllunar. - Gengið var frá samningum við Norðurlöndin fjögur í byrjun júlí um gjaldeyrislán til þess að byggja upp gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. - Tímamótaárangur náðist með samkomulagi stjórnvalda við skilanefndir gömlu bankanna þriggja sem kynnt var 20. júlí. Einnig er unnið að endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. - Í lok júlí höfðu stjórnvöld uppfyllt öll skilyrði sem sneru að fyrstu endurskoðun stjórnar AGS á áætluninni. Þrátt fyrir það ákvað AGS að fresta endurskoðuninni og voru það vonbrigði, en öllum má vera ljóst að Icesave-málið var meginorsök frestunarinnar. - Ríkisstjórnin hefur ítrekað aukið fjárframlög til embættis sérstaks saksóknara og rannsóknar hans. Þá hafa aðgerðir á vegum skattayfirvalda verðið efldar, m.a. með frumvarpi um heimild til skattrannsóknarstjóra til að kyrrsetja eignir. - Helstu eftirlitsstofnanir fjármálakerfisins, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, hafa fengið nýja yfirstjórn og þær verið efldar. Fjölmargt annað, sem of langt mál væri að telja upp, hefur verið gert og þar má nefna mótun eigendastefnu og ákvörðun um fyrirkomulag eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum, stofnun bankasýslu- og eignarumsýslufélags. Skuldir og lífskjörÞegar fjallað er um þau vandamál sem við tökumst nú á við er mikilvægt að það sé gert á málefnalegan og upplýstan hátt. Hafa þarf í huga að Ísland er ríkt og þróað samfélag með öfluga innviði og gott mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki má heldur gleyma að við eigum öflugt lífeyrissjóðakerfi og að eignir lífeyrissjóðanna eru þrátt fyrir áfall vegna bankahrunsins svipaðar eða hærri á mann en olíusjóður Norðmanna er í Noregi. Þá er gert ráð fyrir að þjóðartekjur á mann verði innan fárra ára aftur með þeim mestu í heiminum. Samanburður við fátæk þriðjaheimsríki er því óraunhæfur og fráleitur. Í þeim erfiðleikum sem steðja að heimilum í landinu er einnig mikilvægt að halda því til haga að eitt meginverkefna stjórnvalda og nýju bankanna er að tryggja að fólk geti haldið húsnæði sínu og lífvænleg fyrirtæki verði áfram í rekstri. Vísbendingar eru uppi um að samdráttur landsframleiðslu verði ívið minni en spáð var og atvinnuleysisþróun, ef eitthvað er, heldur hagstæðari. Þá er spáð um 2-3% hagvexti á ári næstu árin. Einnig má ekki gleyma okkar sterku útflutningsgreinum: sjávarútvegi, sífellt vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun, orkuiðnaði o.fl. sem njóta nú góðs af gengi krónunnar. Á þessum sviðum og fleirum eru gríðarleg tækifæri og oft er það þannig að þegar kreppir að kvikna framsæknar hugmyndir. Seðlabankinn áætlar að heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis muni nema um tvöfaldri landsframleiðslu í lok þessar árs. Þó ber að hafa í huga að umtalverðar eignir standa þar á móti og því er hreina skuldastaðan langt frá því að vera jafn slæm og þessar tölur gætu gefið til kynna, eða um 85% af landsframleiðslu. Ef einungis eru teknar eignir og skuldir ríkissjóðs fyrir árið 2009 eru hreinar skuldir um 40% af landframleiðslu og er gert ráð fyrir að þær muni lækka jafnt og þétt. Í greinargerðum sem fjármálaráðuneytið, Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskólans hafa kynnt að undanförnu í tengslum við Icesave-málið kemur fram, jafnvel þó þróunin verði óhagstæðari en spáð er, að við höfum alla burði til þess að komast í gegnum erfiðleikana. Þegar tekið er mið af þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum mánuðum og þeim möguleikum sem við höfum er engin ástæða til þess að ætla annað en að Ísland muni sigrast á erfiðleikum sínum og saman mun okkur takast það. Höfundur er fjármálaráðherra.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun