Venus Williams er líkt og besta tennisfólk heims í lokakundirbúningi sínum fyrir Opna-bandaríska meistaramótið sem hefst í lok mánaðarins.
Hún tapaði hins vegar óvænt og féll úr keppni í annarri umferð gegn Katerynu Bondarenko frá Úkraínu á Rogers Cup-mótinu sem nú fer fram í Toronto í Kanada.
Venus er í þriðja sæti á heimslistanum og er fimmfaldur Wimbledon meistari og hefur jafnframt unnið Opna-bandaríska meistaramótið tvisvar varð að játa sig sigraða eftir þrjú sett gegn Bondarenko sem er númer 67 á heimslistanum.
Þetta var fyrsti sigur Bondarenko gegn Williams í þremur viðureignum þeirra.