Þjóðkirkja Íslendinga 7. nóvember 2009 06:00 Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun