Filippo Inzaghi skoraði þrennu í öruggum 3-0 sigri AC Milan á Atalanta í ítölsku A-deildinni í dag. Sigurinn léttir nokkurri pressu af þjálfaranum Carlo Ancelotti.
David Beckham var í liði Milan í dag og átti þátt í fyrsta marki liðsins, en hann lét ekki óvissuna um framtíð sína trufla sig í leiknum. Í dag var tilkynnt formlega að enski landsliðsmaðurinn yrði áfram í herbúðum Milan til 30. júní í sumar.
Inter er áfram á toppnum á Ítalíu og hefur 63 stig eftir sigur á genoa í gær. Fiorentina var ekki svo heppið í dag og tapaði 2-0 fyrir Palermo á heimavelli. Liðið er í fjórða sæti með 46 stig.
Juventus er í öðru sæti með 56 stig og Milan í þriðja með 51 stig.
Úrslitin á Ítalíu í dag:
AC Milan 3-0 Atalanta
Bologna 3-0 Sampdoria
Catania 0-3 Siena
Chievo 1-1 Cagliari
Fiorentina 0-2 Palermo
Lecce 0-0 Reggina
Napoli 0-2 Lazio
Síðar í kvöld leika Roma og Udinese