Hjaltalín spilar á Hróarskeldu 4. mars 2009 06:00 Sigríður Thorlacius og félagar hennar í Hjaltalín hafa bókað sig á Hróarskelduhátíðina í sumar. Fréttablaðið/Anton „Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira