Gunnleifur: Þetta kemur á endanum en getur tekið smá tíma Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júlí 2009 07:00 Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti