Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum 26. mars 2009 15:07 Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20
Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11