Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás 3. október 2009 06:15 Rannveig Rist. Vísir/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira