Engir minnispunktar af 18 fundum Baldurs 22. desember 2009 05:30 Ráðuneytið átti enga minnispunkta í fórum sínum til að senda sem svar um beiðni Rannsóknarnefndar Alþingis um gögn vegna skráðra funda ráðuneytisstjórans með Seðlabanka, forsætisráðuneyti og Fjármálaeftirliti. Fréttablaðið/GVA Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira