Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. júní 2009 06:00 Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun