Miðjumaðurinn sókndjarfi Kaka hjá AC Milan getur ekki leikið með liði sínu næstu tvær vikurnar vegna meiðsla ef marka má tilkynningu frá félaginu í dag.
Kaka skoraði jöfnunarmark Milan í 1-1 jafntefli liðsins gegn botnliði Reggina í gær en þurfti að fara af velli eftir rúmlega klukkutímaleik vegna meiðsla.
Meiðsli Brasilíumannsins koma ekki á góðum tíma því þau þýða að hann muni missa af vináttuleik Brasilíumanna og Ítala á þriðjudaginn og síðari borgarslag Inter og AC næsta sunnudag.