Slæm staða Hafnarfjarðar 22. janúar 2009 06:00 Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar