Það var vel við hæfi að systurnar sigursælu Serena og Venus Williams frá Bandaríkjunum myndu reka lokahöggið á tennistímabilið þegar þær mættust í úrslitaleik á Sony Ericsson mótinu í Doha í Katar í dag.
Þetta var í 23. skipti sem þær mætast á keppnisvellinum en í þetta skiptið hafði Serena betur 6-2, 7-6 (7-4) en Venus vann sama mót í fyrra.
Serena hefur unnið systur sína þrettán sinnum en Venus hefur unnið tíu sinnum.