Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2009 19:00 Baldur tók sæti á lista Samfylkingarinnar til að hafa áhrif á Evrópumál. Mynd/ Valgarður. „Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur. Kosningar 2009 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur.
Kosningar 2009 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent