Venus Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis.
Hún mætti Pólverjanum Agnieszku Radwönsku í dag vann auðveldan sigur, 6-1 og 6-2.
Systir hennar, Serena, getur komist í undanúrslitin síðar í dag en ef þær mætast á mótinu verður það í úrslitaviðureigninni, rétt eins og í fyrra. Þá hafði Venus sigur úr býtum.
Reyndar hafa þær systur sigrað á öllum mótum nema tveimur á þessari öld. Venus fimm sinnum og Serena tvisvar. Aðeins tveir hafa oftar sigrað í sögu mótsins en Venus. Martina Navratilrova vann níu sinnum og Steffi Graf sjö sinnum.