Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni bætti eigið Íslandsmet á JJ-móti Ármanns sem fram fór á Laugardalsvelli í dag.
Ásdís kastaði 61,37 metra og bætti eigið met um 95 sentimetra. Gamla metið setti hún þann 15. mars síðastliðinn.
Kastið færði Ásdísi upp í 7. sætið á heimslistanum en þessi stórefnilega frjálsíþróttakona er á stöðugri uppleið.