D-A-D nýtir Íslandsferðina vel 16. janúar 2009 04:30 Taka upp myndband. Gamla glysrokksveitin hyggst gera myndband á Íslandi ásamt að spila á styrktartónleikum á Nasa. Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira