D-A-D nýtir Íslandsferðina vel 16. janúar 2009 04:30 Taka upp myndband. Gamla glysrokksveitin hyggst gera myndband á Íslandi ásamt að spila á styrktartónleikum á Nasa. Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira