Frysting eigna 6. febrúar 2009 18:33 Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent