Frysting eigna 6. febrúar 2009 18:33 Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira