Umfjöllun: Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:06 Akureyringar áttu hræðilegan seinni hálfleik og töpuðu að lokum með þremur mörkum. Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira