Real Madrid hefur nú beint spjótum sínum að Branislav Ivanovic, leikmanni Chelsea, en spænska félagið leitar nú logandi ljósi að leikmanni í stað Portúgalans Pepe sem spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.
Þó svo Ivanovic leiki aðallega sem bakvörður hjá Chelsea þá er hann einnig sterkur miðvörður. Hann er hraður, sterkur, öflugur í loftinu og á það til að skora mörk úr föstum leikatriðum.
Real hefur aðallega áhuga á leikmanninum þar sem hann er afar fjölhæfur.
Þó svo áhuginn sé fyrir hendi er ekki víst að mikið sé eftir í veskinu hjá Real sem keypti leikmenn fyrir 254 milljónir evra í sumar.