Fótbolti

Meistaradeildarmedalíu Riise stolið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Riise fagnar með Hamann. Medalían hans Riise er nú horfin.
Riise fagnar með Hamann. Medalían hans Riise er nú horfin. Nordic Photos/Getty Images

Norðmaðurinn John Arne Riise þarf sárlega að eyða smá peningum í þjófavarnarkerfi því það er búið að brjótast inn hjá honum og ræna hann í annað sinn á nokkrum árum.

Að þessu sinni var brotist inn í íbúð hans í Osló á meðan hann var að spila landsleik með norska landsliðinu.

Öllum medalíunum hans var stolið og þar á meðal gullverðlaunamedalíunni sem hann vann með Liverpool í Meistaradeildinni árið 2005.

„Ég er í molum yfir þessu. Þessi medalía er sú mikilvægasta sem ég hef unnið á mínum ferli. Ég vann baki brotnu allt mitt líf til þess að fá þessa medalíu og nú er hún horfin. Ég hefði frekar viljað að þjófarnir hefðu stolið sjónvarpinu mínu," sagði Riise sem ætlar ekki að læra af reynslunni.

Bílnum hans var nefnilega stolið þegar hann spilaði í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×