Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór 26. mars 2009 14:20 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07