Fótbolti

Porto var sterkara en Barcelona

Deco handleikur Evrópubikarinn árið 2004
Deco handleikur Evrópubikarinn árið 2004 AFP

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Chelsea vann sigur í Meistaradeildinni árin 2004 og 2006, fyrst með Porto og síðar með Barcelona.

Deco segir að Porto-liðið sem Jose Mourinho gerði að Evrópumeistara árið 2004 hafi verið sterkara lið en glanslið Barcelona sem hann hampaði titlinum með tveimur árum síðar undir stjórn Frank Rijkaard.

"Barcelona spilaði fallegan fótbolta en ég held að Porto-liðið hafi verið sterkara. Þegar við náðum að skora fyrst - voru leikirnir einfaldlega búnir. Hugarfarið sem Mourinho byggði upp hjá liðinu var frábært," sagði Deco í samtali við Times.

Hann segir að áhrifa Jose Mourinho gæti enn í herbúðum Chelsea, löngu eftir að hann lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins.

"Menn eins og Frank Lampard eru mjög góðir leikmenn, en maður sér enn glöggt hvaða áhrif Jose Mourinho hefur haft á þá eftir að þeir spiluðu undir hans stjórn," sagði Deco.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×