Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku 5. september 2009 08:00 Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson deilir við stærstu keðju bókaverslana í Danmörku. Útgáfa hans, Hr. Ferdinand, fer með útgáfurétt á bókum Dans Brown og deilan snýst um næstu bók hans. Fjallað hefur verið um deilurnar í fjölmiðlum í Danmörku og hefur umfjöllunin verið mjög hliðholl Snæbirni. „Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira
„Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira