Engar bollur í bandið 7. janúar 2009 09:00 Nýr gítarleikari í Dresscode þarf að vera fjölhæfur, reglumaður og má ekki vera bolla. „Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp