Upphafsár umbreytinga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2009 06:00 Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar