Breskir bankastjórar grillaðir hjá þingnefnd um bankahrunið 10. febrúar 2009 12:27 Fyrrverandi framkvæmdastjórar og stjórnarformenn tveggja stærstu banka Bretlandseyja báðust í dag afsökunar á framferði sínu fyrir bankahrun. Þeir báru vitni fyrir breskri þingnefnd þar sem hart var gengið á þá. Þeir sem báru vitni fyrir rannsóknarnefnd breska fjármálaráðuneytisins í morgun voru Fred Goodwin og Tom McKillop, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Royal Bank of Scotland, og Andy Hornby og Stevenson lávarður, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Halifax Bank of Scotland. Þeir eru sakaðir um að hafa farið með bankana sína að bjargbrúninni en breska ríkið hefur tekið yfir bankana tvo að stórum hluta til að bjarga þeim frá hruni. Í byrjun nefndarfundarins í morgun báðust þeir allir innilega afsökunar á mistökum í rekstri bankanna og afleiðingum þess. Þeir bættu því allir við að fara yrði ítarlega í saumana á fyrirkomulagi bónusgreiðslna hjá breskum bönkum en bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt það harðlega. Engar slíkar greiðslur eru inntar af hendi til stjórnenda þeirra bank sem breska ríkið hefur aðstoðað. Fred Goodwin og Andy Hornby sögðust ekki haa þegið bónusgreiðslur í fyrra. Hornby sagði að allar slíkar greiðslur árin á undan hafi farið í kaup á bréfum í bankanum - því hafi hann tapað töluverðu fé. Tom McKillop viðurkenndi fyrir nefndinni að mörg viðskipti sem höfðu áður gert Royal Bank of Scotland að einum stærsta banka heims hafi verið óráðleg. Kaupin á hollenska bankanum ABN Amro í lok árs 2007 þá sérstaklega. Fred Goodwin neitaði ásökunum um að hann og aðrir stjórnendur Royal Bank of Scotland hafi haft að engu aðvarnir Englandsbanka og Breska fjármálaeftirlitsins um að mikil og alvarleg kreppa væri yfirvofandi. Hann hafi áttað sig á því að niðursveifla væri í vænum en ekki séð fyrir sér að hún yrði jafn djúp og raun hafi borið vitni. Mótmælendur voru fyrir utan húsið þar sem yfirheyrslurnar fóru fram. Þar voru meðal annars félagar í verkalýðsfélögum sem gengu með spjöld sem á voru ritaðar spurningar til bankastjórnendanna fyrrverandi og spurt hvort þeir væru að hugsa um litla manninn en ákvarðanir bankamannanna hefðu stefnt störfum þessa fólks í hættu. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjórar og stjórnarformenn tveggja stærstu banka Bretlandseyja báðust í dag afsökunar á framferði sínu fyrir bankahrun. Þeir báru vitni fyrir breskri þingnefnd þar sem hart var gengið á þá. Þeir sem báru vitni fyrir rannsóknarnefnd breska fjármálaráðuneytisins í morgun voru Fred Goodwin og Tom McKillop, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Royal Bank of Scotland, og Andy Hornby og Stevenson lávarður, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Halifax Bank of Scotland. Þeir eru sakaðir um að hafa farið með bankana sína að bjargbrúninni en breska ríkið hefur tekið yfir bankana tvo að stórum hluta til að bjarga þeim frá hruni. Í byrjun nefndarfundarins í morgun báðust þeir allir innilega afsökunar á mistökum í rekstri bankanna og afleiðingum þess. Þeir bættu því allir við að fara yrði ítarlega í saumana á fyrirkomulagi bónusgreiðslna hjá breskum bönkum en bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt það harðlega. Engar slíkar greiðslur eru inntar af hendi til stjórnenda þeirra bank sem breska ríkið hefur aðstoðað. Fred Goodwin og Andy Hornby sögðust ekki haa þegið bónusgreiðslur í fyrra. Hornby sagði að allar slíkar greiðslur árin á undan hafi farið í kaup á bréfum í bankanum - því hafi hann tapað töluverðu fé. Tom McKillop viðurkenndi fyrir nefndinni að mörg viðskipti sem höfðu áður gert Royal Bank of Scotland að einum stærsta banka heims hafi verið óráðleg. Kaupin á hollenska bankanum ABN Amro í lok árs 2007 þá sérstaklega. Fred Goodwin neitaði ásökunum um að hann og aðrir stjórnendur Royal Bank of Scotland hafi haft að engu aðvarnir Englandsbanka og Breska fjármálaeftirlitsins um að mikil og alvarleg kreppa væri yfirvofandi. Hann hafi áttað sig á því að niðursveifla væri í vænum en ekki séð fyrir sér að hún yrði jafn djúp og raun hafi borið vitni. Mótmælendur voru fyrir utan húsið þar sem yfirheyrslurnar fóru fram. Þar voru meðal annars félagar í verkalýðsfélögum sem gengu með spjöld sem á voru ritaðar spurningar til bankastjórnendanna fyrrverandi og spurt hvort þeir væru að hugsa um litla manninn en ákvarðanir bankamannanna hefðu stefnt störfum þessa fólks í hættu.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent