Fótbolti

Mourinho ósáttur við landsliðsþjálfara Ítala

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Nordic Photos/AFP

Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur ekki lent í góðu rifrildi í nokkurn tíma og hefur því tekið upp á því að láta Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala, heyra það.

Lippi var fenginn til þess að spá í spilin fyrir tímabilið eins og venja er í hverju landi. Þar spáði Lippi því að Juventus yrði meistari og það líkaði Mourinho ekki.

Portúgalinn segir að Lippi sýni mikla vanvirðingu með því að láta slíkt frá sér. Sérstaklega þar sem hann sé landsliðsþjálfari.

Forseti Juve, Giovanni Cobolli Gigli, furðaði sig á þessu upphlaupi portúgalska þjálfarans og sagði alla eiga rétt á sinni skoðun.

Þrátt fyrir það ákvað Lippi að biðja Mourinho afsökunar. Hann hafi ekki ætla að sýna neina vanvirðingu, aðeins verið að spá í spilin líkt og hann hafi gert þúsund sinnum áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×