Horfa á til verðmætis en ekki markaðsverðs 20. maí 2009 08:25 Hermann Guðmundsson Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká Markaðir Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká
Markaðir Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun