Dópneysla vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku 20. janúar 2009 10:01 Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira