Juventus hefur staðfest áhuga sinn á sóknarmanninum Antonio Cassano hjá Sampdora. Félagið horfir til þessa 26 ára leikmanns sem arftaka Alessandro Del Piero sem líklega leggur skóna á hilluna á næsta ári.
Enginn hefur efast um hæfileika Cassano en hann hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar vegna agavandamála. Það hefur þó minnkað mikið og virðist leikmaðurinn vera að þroskast.
Cassano lék frábærlega þegar Sampdoria náði 1-1 jafntefli gegn Juventus um helgina.