Helstu atburðir í Kaka-málinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2009 09:46 Kaka í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Fyrst um sinn var hann helst orðaður við Chelsea sem var sagt reiðubúið að borga 80 milljónir punda fyrir hann og honum sjálfum 200 þúsund pund í laun. Hér verður farið yfir helstu atburði í Kaka-málinu fram til þessa.27. ágúst: Kaka segist engan áhuga á að fara til Chelsea. „Ég til Chelsea? Ég ætti frekar að hjálpa Milan í titilbaráttunni þetta tímabilið." Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, staðfestir að ekkert verði af því að Kaka komi þar sem þeir ætli sér frekar að reyna að fá Deco og Robinho til félagsins. Deco kom en Robinho fór til City á endanum.1. september: Fjárfestingarfyrirtækið Abu Dhabi Group United kaupir Manchester City.3. september: Sulaiman Al Fahim, yfirmaður ADGU, segir að Kaka sé á sínum óskalista rétt eins og aðrar stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Cesc Fabregas, Fernando Torres, Ronaldinho og Dimitar Berbatov.6. september: Stuðningsmenn Manchester City eru greinilega ánægðir með nýja eigendur félagsins og syngja: There's only one al-Fahim Only one al-Fahim Just fill up your car And he'll buy us Kaka Walking in a Fahim Wonderland9. september: Kaka segir í samtali við fjölmiðla að hann muni seint fara frá AC Milan. „Nú er England í tísku. Svona er markaðurinn bara. En ég myndi aldrei fara fram á að fara. Ég færi aðeins ef Milan myndi ákveða að selja."12. október: Fregnir í enskum fjölmiðlum herma að City hafi ákveðið að bjóða 50 milljónir punda í Kaka sumarið 2009 eða þá að það myndi kaupa bæði Kaka og Gianluigi Buffon fyrir 100 milljónir strax í janúar.16. nóvember: Robinho stígur fram á sjónarsviðið og hvetur landa sinn, Kaka, að ganga til liðs við Manchester City.26. nóvember: Kaka viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina því þetta er erfið keppni. Þarna eru margir sterkir leikmenn og mörg öflug lið. Ég tel hana vera bestu deild í heimi." Spurður hvort hann hefði mögulega áhuga á því að ganga til liðs við City segir hann svo vera. „Já, ég á nokkra vini þarna og hef horft á nokkra leiki. Ég hef rætt við Robinho og Elano um Manchester City."3. desember: The Independent heldur því fram að eigendur City vilji fá stórstjörnu til liðsins nú í janúar. Kaka og Lionel Messi séu þar efstir á lista en þeir Fernando Torres, Carlos Tevez, Cristiano Ronaldo og Samuel Eto'o komi einnig til greina.13. janúar: Greint er frá því í fjölmiðlum að fulltrúar Macnchester City hafi farið til Mílanóborgar til að hefja samningaviðræður við AC Milan um kaup á Kaka. Fullyrt er að tilboðið hljómi upp á 100 milljónir punda auk þess sem að Kaka fengið hálfa milljón punda í vikulaun fyrir skatta.14. janúar: Fulltrúi Kaka, Diogo Kotscho, staðfestir að tilboðið hafi borist og bætir við að Kaka myndi skoða það ef félögin kæmust að samkomulagi um kaupverð. Hann segir þó að Kaka færi ekki til City vegna peninganna heldur þyrftu forráðamenn liðsins að leggja fram metnaðarfulla framtíðaráætlun félagsins. AC Milan sendir frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hafi tekið á móti sendinefndinni en að engar viðræður ættu sér stað þessa stundina. Sjálfur gerir Kaka lítið úr því að hann sé á leið frá AC Milan. Hann segir að hann vilji eldast hjá Milan og myndi gjarnan vilja verða fyrirliði liðsins í framtliðinni. 15. janúar: Greint er frá því að AC Milan hafi gefið Kaka leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör. Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Fyrst um sinn var hann helst orðaður við Chelsea sem var sagt reiðubúið að borga 80 milljónir punda fyrir hann og honum sjálfum 200 þúsund pund í laun. Hér verður farið yfir helstu atburði í Kaka-málinu fram til þessa.27. ágúst: Kaka segist engan áhuga á að fara til Chelsea. „Ég til Chelsea? Ég ætti frekar að hjálpa Milan í titilbaráttunni þetta tímabilið." Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, staðfestir að ekkert verði af því að Kaka komi þar sem þeir ætli sér frekar að reyna að fá Deco og Robinho til félagsins. Deco kom en Robinho fór til City á endanum.1. september: Fjárfestingarfyrirtækið Abu Dhabi Group United kaupir Manchester City.3. september: Sulaiman Al Fahim, yfirmaður ADGU, segir að Kaka sé á sínum óskalista rétt eins og aðrar stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Cesc Fabregas, Fernando Torres, Ronaldinho og Dimitar Berbatov.6. september: Stuðningsmenn Manchester City eru greinilega ánægðir með nýja eigendur félagsins og syngja: There's only one al-Fahim Only one al-Fahim Just fill up your car And he'll buy us Kaka Walking in a Fahim Wonderland9. september: Kaka segir í samtali við fjölmiðla að hann muni seint fara frá AC Milan. „Nú er England í tísku. Svona er markaðurinn bara. En ég myndi aldrei fara fram á að fara. Ég færi aðeins ef Milan myndi ákveða að selja."12. október: Fregnir í enskum fjölmiðlum herma að City hafi ákveðið að bjóða 50 milljónir punda í Kaka sumarið 2009 eða þá að það myndi kaupa bæði Kaka og Gianluigi Buffon fyrir 100 milljónir strax í janúar.16. nóvember: Robinho stígur fram á sjónarsviðið og hvetur landa sinn, Kaka, að ganga til liðs við Manchester City.26. nóvember: Kaka viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina því þetta er erfið keppni. Þarna eru margir sterkir leikmenn og mörg öflug lið. Ég tel hana vera bestu deild í heimi." Spurður hvort hann hefði mögulega áhuga á því að ganga til liðs við City segir hann svo vera. „Já, ég á nokkra vini þarna og hef horft á nokkra leiki. Ég hef rætt við Robinho og Elano um Manchester City."3. desember: The Independent heldur því fram að eigendur City vilji fá stórstjörnu til liðsins nú í janúar. Kaka og Lionel Messi séu þar efstir á lista en þeir Fernando Torres, Carlos Tevez, Cristiano Ronaldo og Samuel Eto'o komi einnig til greina.13. janúar: Greint er frá því í fjölmiðlum að fulltrúar Macnchester City hafi farið til Mílanóborgar til að hefja samningaviðræður við AC Milan um kaup á Kaka. Fullyrt er að tilboðið hljómi upp á 100 milljónir punda auk þess sem að Kaka fengið hálfa milljón punda í vikulaun fyrir skatta.14. janúar: Fulltrúi Kaka, Diogo Kotscho, staðfestir að tilboðið hafi borist og bætir við að Kaka myndi skoða það ef félögin kæmust að samkomulagi um kaupverð. Hann segir þó að Kaka færi ekki til City vegna peninganna heldur þyrftu forráðamenn liðsins að leggja fram metnaðarfulla framtíðaráætlun félagsins. AC Milan sendir frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hafi tekið á móti sendinefndinni en að engar viðræður ættu sér stað þessa stundina. Sjálfur gerir Kaka lítið úr því að hann sé á leið frá AC Milan. Hann segir að hann vilji eldast hjá Milan og myndi gjarnan vilja verða fyrirliði liðsins í framtliðinni. 15. janúar: Greint er frá því að AC Milan hafi gefið Kaka leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör.
Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira