Það verða tvær rússneskar tennisstjörnur sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Opna franska meistaramótinu í tennis á Roland Garros.
Dinara Safina er efst á styrkleikalista keppanda mótsins og mætir Svetlönu Kuznetsovu í úrslitunum á laugardag. Kuznetsova er í sjöunda sæti styrkleikalistans.
Safina vann nokkuð auðveldan sigur á rúmenska táningnum Dominiku Cibulkovu fyrr í dag, 6-3 og 6-3.
Kuznetsova átti í aðeins meiri vandræðum með Ástralann Samönthu Stosur. Hún vann fyrsta settið 6-4 og átti svo möguleika að vinna viðureignina í bráðabana í öðru settinu. Hún komst í 5-2 forystu í bráðabananum en tapaði næstu fimm stigum og þar með lotunni, 7-6.
En Kuznetsova vann öruggan sigur í oddasettinu, 6-3.
Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í einliðaleik karla. Annars vegar mætast Fernando Gonzalez og Robin Söderling og hins vegar Roger Federer og Juan Martin del Potro.
Rússnesk úrslitaviðureign í París
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

