Markið sem Edda Garðarsdóttir „skoraði" fyrir KIF Örebro DFF beint úr hornspyrnu á móti Hammarby IF DFF á dögunum verður skráð sem sjálfsmark.
Edda tók þá hornspyrnu sem hafði viðkomu í einum varnarmanni Hammarby en sænska knattspyrnusambandið metur sem svo að um sjálfsmark hafi verið að ræða.
Edda hefur samt sem áður skorað tvö mörk fyrir Örebro í fyrstu fimm umferðunum og er markahæsti leikmaður liðsins. Edda hefur skorað bæði mörkin með langskotum.