Rúnar: Það er enginn farþegi hjá okkur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 21:28 Rúnar Sigtryggsson. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. "Við keyrðum áfram núna. Það kom smá hik í þetta, við tókum leikhlé og ákváðum að keyra á þetta. Það heppnaðist ekkert á tímabili en heilt yfir skilaði þetta sigri. Menn voru ekkert að spara sig fyrir eitthvað sem kemur einhvern tíman seinna. Menn spiluðu leikinn eins vel og þeir gátu og nú er frí í kvöld og menn eiga að hafa það gott," sagði brosmildur Rúnar. "Mér fannst liðið ekki spila neitt sérstaklega vel en ég er samt ánægður með að menn eru ekkert að eiga stjörnuleik kannski, en þeir eru að skila sínu fyrir liðið. Það er liðsheildin sem skilaði þessu. Það er enginn farþegi hjá okkur." "Hörður Flóki er dæmi um það. Hann spilar í korter og ver vel og á nokkrar stoðsendingar," sagði Rúnar. Ofanritaður tekur undir það en þegar menn týndu taktinum stigu aðrir upp í staðinn. "Það er rosalega gaman að sjá strákana spila handbolta inni á vellinum. Ég get svosem ekkert gert eftir að leikurinn er byrjaður. Þeir skemmta manni bara." Rúnar segir jafnframt að heimavöllur Akureyrar sé að verða gryfja að nýju, en liðið leikur nú í Höllinni. Áður lék liðið í KA-heimilinu. "Þetta er að verða gryfja og ég er ánægður með það. Strákunum er líka farið að líða vel að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Í gamla daga þegar menn voru í Þór og KA þá vernduðu allir mennina í sínum liðum, og það var aldrei hægt að gagnrýna þá. Núna eru allir í Akureyri og ef menn standa sig ekki fá menn bara að heyra það. Það hefur verið erfitt fyrir suma en menn eru að venjast því." Næsti leikur Akureyrar er gegn Haukum eftir viku, toppliðið. Aðspurður hvort liðið ætti heima í toppbaráttunni sagði Rúnar: "Það eru Haukar næst og eftir það kemur það í ljós. Haukar eru besta liðið á landinu í dag sem við eigum eftir að spila við og við sjáum til hvernig gengur," sagði Rúnar. Olís-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. "Við keyrðum áfram núna. Það kom smá hik í þetta, við tókum leikhlé og ákváðum að keyra á þetta. Það heppnaðist ekkert á tímabili en heilt yfir skilaði þetta sigri. Menn voru ekkert að spara sig fyrir eitthvað sem kemur einhvern tíman seinna. Menn spiluðu leikinn eins vel og þeir gátu og nú er frí í kvöld og menn eiga að hafa það gott," sagði brosmildur Rúnar. "Mér fannst liðið ekki spila neitt sérstaklega vel en ég er samt ánægður með að menn eru ekkert að eiga stjörnuleik kannski, en þeir eru að skila sínu fyrir liðið. Það er liðsheildin sem skilaði þessu. Það er enginn farþegi hjá okkur." "Hörður Flóki er dæmi um það. Hann spilar í korter og ver vel og á nokkrar stoðsendingar," sagði Rúnar. Ofanritaður tekur undir það en þegar menn týndu taktinum stigu aðrir upp í staðinn. "Það er rosalega gaman að sjá strákana spila handbolta inni á vellinum. Ég get svosem ekkert gert eftir að leikurinn er byrjaður. Þeir skemmta manni bara." Rúnar segir jafnframt að heimavöllur Akureyrar sé að verða gryfja að nýju, en liðið leikur nú í Höllinni. Áður lék liðið í KA-heimilinu. "Þetta er að verða gryfja og ég er ánægður með það. Strákunum er líka farið að líða vel að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Í gamla daga þegar menn voru í Þór og KA þá vernduðu allir mennina í sínum liðum, og það var aldrei hægt að gagnrýna þá. Núna eru allir í Akureyri og ef menn standa sig ekki fá menn bara að heyra það. Það hefur verið erfitt fyrir suma en menn eru að venjast því." Næsti leikur Akureyrar er gegn Haukum eftir viku, toppliðið. Aðspurður hvort liðið ætti heima í toppbaráttunni sagði Rúnar: "Það eru Haukar næst og eftir það kemur það í ljós. Haukar eru besta liðið á landinu í dag sem við eigum eftir að spila við og við sjáum til hvernig gengur," sagði Rúnar.
Olís-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira