Fótbolti

Þetta snerist ekki bara um að gera Beckham ánægðan

AFP

Nú hefur verið staðfest að David Beckham hjá LA Galaxy muni leika með AC Milan til loka leiktíðar á Ítalíu.

Forráðmenn LA Galaxy segja að samningaviðræður hafi gengið jafn erfiðlega og raun bar vitni vegna þess að ítalska félagið hafi gleymt því að leikmaðurinn sé samningsbundinn Galaxy.

"Mér þykir leiðinlegt hvað þetta tók langan tíma, sérstaklega fyrir David og stuðningsmenn Galaxy," sagði yfirmaður Galaxy, sem staðfesti í samtali við LA Times að félögin muni spila æfingaleik í júlí í sumar.

"Milan hélt að þetta væri ekkert mál af því David hafði áhuga á að spila á Ítalíu, en hann á ekki samninginn sinn sjálfur. Það er Galaxy sem á samninginn og þetta snerist því um annað og meira en að gera David ánægðan. Þetta er fín lausn fyrir alla. David klárar tímabilið á Ítalíu og kemur svo hingað. Okkur hlakkar mikið til að leika við Milan í júlí," sagði formaður Galaxy.

Beckham sjálfur er líka hæstánægður með niðurstöðuna. "Nú get ég spilað með Milan og farið svo aftur til Bandaríkjanna að byggja upp fótboltann þar í landi. Það væri frábært ef ég gæti hjálpað Milan að komast í Meistaradeildina og kláraði svo tímabilið með því að koma Galaxy í úrslitakeppnina og vinna bikarinn," sagði Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×