Semja um flutninga vatns til fleiri landa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Sendiherra íslenska vatnsins. John K. Sheppard, sem tekið hefur við forstjórastóli Icelandic Water Holdings af Jóni Ólafssyni, segir nauðsynlegt að frumkvöðlar viti hvenær færa þurfi fyrirtæki yfir á annað stig. Mynd/Anton „Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar. Markaðir Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar.
Markaðir Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira