Roger Goodell, forseti NFL-deildarinnar, hefur lagt það til við eigendur félaga í NFL-deildinni að leikjum deildarinnar verði fjölgað í 17 eða 18 en núna eru spilaðir 16 leikir plús úrslitakeppni.
Það er klárt mál að stuðningsmennirnir vilja fleiri leiki sem og sjónvarpsstöðvarnar.
Yfirmenn NFL-deildarinnar þurfa aftur á móti að ná samningum við eigendur sem og leikmannasamtök til að fyrirætlanir Goodell nái fram að ganga.
Hann vill að sama skapi fækka æfingaleikjum í upphafi tímabils sem vekja sífellt minni athygli.